Fréttir / News

Thelma gaut 15 hvolpum/Thelma gave birth to 15 puppies

Thelma gaut 15 hvolpum og eru 11 hvolpar enn á lífi. 2 hvolpar létust í fæðingu og aðrir 2 náðu rétt inn í fyrsta sólarhringinn. Thelma stóð sig eins og hetja í þessu erfiða hlutverki en gotið tók nánast upp á mínútu 24 tíma. Í dag eru þeir 11 hvolpar sem enn eru á lífi að byrja að þyngjast þannig að vonandi náum við að koma þeim á legg og eins líka er Thelma smátt og smátt að ná sér en þetta reyndi svakalega mikið á hana og á hún töluvert langt í land með að ná sér þessi elska. En við krossum fingur og tær um að núna séu bara bjartir dagar framundann með hellings vinnu samt. Þökkum við allar hlýju kveðjurnar og stuðnings símtölin frá ykkur og að öllum öðrum ólöstuðum þá kom hún Kristjana hér eins og engill þegar allt var sem svartast hjá okkur og veitti mér þann stuðning sem upp á vantaði eftir margar andvökunætur /
Thelma gave birth to 15 puppies and 11 puppies are still alive. 2 pups died at birth and 2 barely survived the first 24 hours. Thelma was like a hero in this difficult role, but the litter took 24 hours, to the minute. Today, 11 puppies are still alive and beginning to gain weight so hopefully we can keep them alive. Thelma is gradually recovering but the litter took a lot out of her and she has a long way to go to recover, this sweetheart. But fingers and toes crossed that we have a bright future ahead, with a lot of work though. We thank you for all the warm wishes and support calls, but we would like to give special thanks to Kristjana who came and stayed here, like an angel, when everything was the darkest and gave me the support I needed in the end, after many waking nights.Heart