Fréttir / News

Rætkandi minn í heimsókn og Rusty að kveðja Ísland.

Ég er búin að vera mjög lánsöm þessa vikuna en ræktandinn minn, Denisa Havelková frá Tékklandi, er búinn að vera hjá mér og hefur það verið mikill lærdómur fyrir mig enda er hún búin að rækta schnauzer í 28 ár og þekkir tegundina eins og hendina á sér. Hún er búin að vera leiðbeina mér í snyrtingum sem og hef ég verið að fylgjast með henni hvernig hún sýnir hundana. Það er alveg ómetanlegt að fá svona reinslubolta í heimsókn til sín. En það verður sárt að hveðja hana þar sem hún er að taka með sér hann Rusty sem ég fékk lánaðan frá henni hingað til að bæta ræktunina hjá mér og það verður sárt að kveðja hann. Þessi snyllingur er búinn að vera hérna hjá okkur í rúmt ár og ég verið með 2 got undan honum. Hann er alveg yndislegur í alla staði, með frábært geðslag og hefur hann heillað alla upp úr skónum sem hafa kynnst honum og séð hann. Svo það verður erfið kveðjustund.