Fréttir / News

Hvað er fóðurheimili ?

Þar sem við erum að leita að fóðurheimili fyrir 1 árs gamaln rakka og ég er búin að fá svo margar fyrirspurnirum það hvað er fóðurheimili ákvað ég að setja inn hér smá texta um það hvað sé fóðurheimili.
Að veita hundi fóður heimili virkar þannig að þú færð hundinn sem gæludýr og þú þarft ekkert að borga fyrir hann. Það er gerður samningur okkar á milli og ég get ekki tekið hundinn af þér nema þú brjótir þann samning eða hugsir illa um hundinn. Það sem felst í þessum samningi er það að þú ert í raun að taka að þér gæludýr og allan þann kostnað sem því fylgir, það er þú þarft að borga fóðrið í hann, ormahreinsa, þessa árlegu sprautu, snyrta hann, leyfisgjald hundsins og allt það sem fylgir því að eiga hund sem gæludýr. Á hinn bóginn á ég allan ræktunarrétta hundsins, það er að segja ef ég vil sýna hann þá er það á minn kostnað bæði sýningargjaldið og sýningarsnyrtingin. Ég á rétt á því að fá hundinn lánaðan til þessa að sýna hann sem og ef ég ætla að para hann við tík þá á rétt á að fá hann í 3-4 daga til þess verkefnis. Þar sem hann verður sýndur þessi hundur þá þarf að halda honum í sýningarfeld. Hann er með mjög góðan feld sem auðvelt er að viðhalda og snyrta. Þetta er mjög skemmtilegur rakki og engin hegðunar vandamál í honum. Hann er góður í taumi og hlýðir innkalli í lausagöngu. Mjög forvitin og mikill leikur í honum enda ungur, en hann varð eins ár núna 5.mars. Hann elskar að vera með börnum sem og öðrum hundum. Endilega ef það eru fleiri spurningar þá er bara að spyrja c",)